Herbergi: Á hótelinu eru alls 138 herbergi. Minnsta herbergið er 33m2 að stærð, með sturtu, hægindastól, te- og kaffivél, 40‘‘ sjónvarp með innlendum og erlendum stöðvum, skrifborð og síma.
Frítt þráðlaust internet er í boði fyrir gesti á öllum svæðum hótelsins
Morgunverður er borinn fram frá 04:00 og stendur til 10:00 á hverjum morgni.
Morgunverðurinn kostar 2800 kr.
Take-Off Bar er opinn í móttöku hótelsins frá 11:00 til 01:00 alla daga vikunnar.
Bílastæði hótelsins eru gestum að kostnaðarlausu
Langtímabílastæði eru einnig í boði frítt
Take-Off-Bistro er opið daglega frá 18:00 til 21:30 Og 22:00 Fös/Lau Fyrir hópapantanir á hádegismat eða kvöldmat má vinsamlegast hafa samband við groups@bbhotel.is fyrir frekari upplýsingar
Öll verð eru í íslenskum krónum og fyrir eina nótt.
VSK (11%) er innifalinn, með fyrirvara um breytingar.
Innritun byrjar eftir 14:00 og útritun er fyrir 11:00.
Farangursgeymsla er í boði fyrir gesti án endurgjalds
Hópbókun gildir þegar bókuð eru fimm herbergi eða fleiri.
Konvin Hótel áskilur sér rétt til að breyta verðskrá/skilmálum hvenær sem er án fyrirvara, en þá gilda staðfest verð og skilmálar ávallt um þær bókanir sem þegar hafa verið gerðar áður en breytingar voru gerðar.
Engin þóknun er greidd til ferðaskrifstofu eða ferðamálafulltrúa, veittur afsláttur telst sem þóknun.
Nafnalisti fyrir hópa þarf að berast 20 dögum áður en hópurinn kemur (Við innritun).
Afláttur: Afsláttur er veittur og tekur mið af hversu margar nætur eru keyptar.